Eysteinn Þorvaldsson (1932-2020)

Eysteinn fæddist 23. júní í Lambhúskoti í Biskupstungnahreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Þorvaldur Guðmundsson og Lovísa Aðalbjörg Egilsdóttir. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík. Eysteinn hélt til A-Þýskalands til að leggja stund á þýsku, en hóf svo nám í Háskóla Íslands 1963 þegar hann var orðinn þrjátíu og fimm ára gamall. Eysteinn er skráður félagi í Blaðamannafélagi Íslands í félagaskránni 1959 og starfaði þá um skeið á Þjóðviljanum. Ævistarf hans varð hins vegar kennsla og rannsóknir á íslenskum bókmenntum við Kennaraháskóla Íslands, síðar Menntavísindasviðs við Háskóla Íslands, og er hann nú þar prófessor emerítus. Eysteinn þykir um langt skeið hafa verið í fararbroddi þeirra sem fjallað hafa um ljóðagerð skáldanna sem tóku að bylta forminu um og eftir miðja 20. öld. Komið hefur út ritið Ljóðaþing til heiðurs Eysteini sjötugum, með safni af því helsta, sem hann hefur lagt til málanna um ljóðagerð samtímans. Þá hefur hann ásamt syni sínum, Ástráði, þýtt drjúgan hluta af höfundarverki Franz Kafka úr þýsku á íslensku.  

http://timarit.is/files/13147845.pdf#navpanes=1&view=FitH