Finnur Magnússon(1781-1847)

Finnur sem einnig var þekktur sem Finn Magnusen, fæddist í Skálholti. Hann nam lög við Kaupmannahafnarháskóla og varð fornfræðingur og leyndarskjalavörður í Kaupmannahöfn. Hann var talinn einn helsti rúnasérfræðingur Norðurlanda í sinni tíð, þótt hann ætti eftir að misstíga sig illilega í þeim fræðum. Hann var einn af stofnendum Hins Íslenzka Bókmenntafélags, og gaf út Íslenzk sagnarblöð, sem voru fyrsti vísirinn að Skírni. Hann var „lipur og fróður blaðamaður,“ segir Vilhjálmur Þ. Gíslason um Finn í riti sínu Blöð og blaðamenn 1773-1944, bls. 40.