Gunnar D. Bergmann (1918-2012)

Gunnar fæddist 6. mars í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Daníel Bergmann kaupmaður og Sigríður Jónsdóttir. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1939. Árið 1943, í miðri heimstyrjöldinni síðari, hélt hann ásamt eiginkonu vestur um haf til að leggja stund á nám í blaðamennsku og listfræði í Kaliforníu. Tveimur árum síðar hafði Gunnar vistaskipti og flutti sig til Tacoma í Washingtonríki og hélt námi sínu áfram þar. Eftir heimkomuna stundað Gunnar kennslu um skeið. Hann stofnaði ásamt Steingrími St.Th.Sigurðssyni tímaritið Líf og list sem kom út til ársins 1953. Blaðamennskuferil sinn hefur Gunnar fyrir alvöru upp úr 1960 hjá Vísi, þar sem hann verður myndlistar- og leikhúsgagnrýnandi í þrjú ár, en ræðst síðan til Tímans sem blaðamaður. Upp úr 1970 sneri hann sér aftur að kennslu og var m.a. kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík frá 1976 til starfsloka árið 1988.