- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Margrét fæddist á Akureyri. Hún hóf störf á Morgunblaðinu strax að loknu stúdentsprófi. „Byrjaði þar algjör græningi, kom beint frá prófborðinu að loknu stúdentsprófi. Fyrst tók ég að mér að þýða framhaldssögur og einhverja kvennasíðu á Morgunblaðinu. En ég fór fljótlega í fréttir, bæði innlendar og erlendar,“ segir hún í viðtali í tímaritinu 19. júní 1983. Á Morgunblaðinu starfaði Margrét í um fimm ár eða þar til hún hélt til framhaldsnáms í blaðamennsku í Bandaríkjunum árið 1946, þar sem hún var í eitt ár. Hún hóf störf á fréttastofu útvarpsins fljótlega eftir heimkomuna og starfaði þar við fréttamennsku í tæpa tvo áratugi eða þar til hún var ráðin fréttastjóri útvarps árið 1968. Því starfi gegndi hún í 18 ár eða til ársins 1986. Margrét hlaut sérstök verðlaun Samtaka starfsmannafélaga ríkisútvarps og -sjónvarps á Norðurlöndum (Nordfag) er þau voru afhent í fyrsta skipti 1991.