Til skrifstofu B.Í. koma eftirfarandi greiðslur:
1% félagsgjald af heildarlaunum sem launamaður borgar.
0.25% í orlofssjóð sem launagreiðandi borgar.
0.7% í endurmenntunarsjóð sem launagreiðandi borgar.
1,2% í menningarsjóð sem launagreiðandi borgar.
1,0% í styrktarsjóð sem launagreiðandi borgar.
Greiðslur launamanns og launagreiðanda miðast við samningsbundin heildarlaun. Skilagreinar ber að senda á skrifstofu B.Í., Síðumúla 23, 108 Reykjavík.
Félagið er með DK-bókhaldskerfi og getur tekið við skilagreinum á pdf- eða SALformi með tölvupósti á jona@press.is
Stéttarfélagsnúmerið er 956. Greiðslur er hægt að leggja inn á reikning B.Í. í Landsbanka Íslands.
Reikningsnúmer 108446, bankanúmer 130, höfuðbók 26. Kennitala Blaðamannafélagsins: 690372-0109.
Rekstur lífeyrissjóðs er í höndum Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Lífeyrissjóðsgreiðslur fara beint til LV - þ.e. að lámarkishlutur útgefenda skv. kjarasamningi og 4% hlutur blaðamanns ásamt gjaldi í endurhæfingarsjóð.