Stuðningur við fjölmiðla aukinn um 400 milljónir

Stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við einka­rekna fjöl­miðla verð­ur auk­inn um 400 millj­ón­ir króna á ári sam­kvæmt nýframkominni endurskoðaðri fjár­mála­áætl­un ríkisstjórnarinnar. Rekstrarstuðningurinn við þá verð­ur því rúm­lega tvö­fald­aður. Fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verða einum og hálfum millj­arði hærri árið 2028 en þau eru í ár. Vinna á að því að draga úr um­svif­um rík­is­mið­ils­ins á aug­lýs­inga­mark­aði. 

Samkvæmt greiningu Heimildarinnar á hinni ný-endurskoðuðu fjármálaáætlun verður árlegur stuðningur við einkarekna fjölmiðla aukinn um 400 milljónir króna á næsta ári og verður þá alls um 777 milljónir króna. Viðbótarframlagið, sem ætlað er „tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði“, mun verða tryggt til fimm ára eða út árið 2028. Auk þess stendur til að festa gildandi styrkjakerfi í sessi út sama tímabil. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar stendur til að miðla viðbótarfjárhæðinni til fjölmiðla í gegnum skattaívilnun og er aðgerðinni ætlað að hvetja fjölmiðla til að taka upp áskriftarfyrirkomulag. Útfærsla á leiðinni er þó ekki tilgreind í áætluninni.