Verkefnastjóri óskast

Blaðamannafélag Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra í fullt starf tímabundið í 9 mánuði með möguleika á framlengingu. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði, hafa skipulagshæfni, geta ritað vandaðan texta, búa yfir skilningi á fjölmiðlum og hafa þekkingu á störfum og starfsaðstæðum blaðamanna.

Verkefnastjórinn vinnur náið með formanni og stjórn og hefur umsjón með að setja í gang og fylgja eftir verkefnum sem stjórn leggur áherslu á hverju sinni.

Meðal verkefna er umsjón með ýmsum viðburðum, frétta- og greinaskrif á vef félagsins, press.is, skipulagning og utanumhald með vinnuhópum félagsins, gagnavinna og aðstoð í tengslum við kjarasamningavinnu og fleira.

Laun fara eftir kjarasamningum BÍ. Umsóknarfrestur er til 14. júlí.

Nánari upplýsingar veitir formaður BÍ, Sigríður Dögg Auðunsdóttir í gegnum sigridurdogg@press.is sem tekur einnig á móti umsóknum.