Ráðstefna um fjölþáttaógnir

Þann 27. febrúar n.k. stendur þjóðaröryggisráð fyrir ráðstefnu um fjölþáttaógnir (e. hybrid threats) í Hátíðasal Háskóla Íslands frá kl. 13:00-17:00. Fjölmargir erlendir og innlendir sérfræðingar taka þátt. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér  

Fjallað verður um fjölþáttaógnir í víðum skilningi. Hvað felst í hugtakinu, hvernig getum við aukið varnir gegn fjölþáttaógnum, verndað lýðræðisleg grunngildi og styrkt áfallaþol samfélagsins gagnvart fjölþáttaógnum?  

Ráðstefnan fer fram á ensku og er opin öllum á meðan húsrúm leyfir.

Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Blaðamannafélag Íslands, Fjölmiðlanefnd, Kvikmyndamiðstöð, Varðberg, Utanríkisráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Persónuvernd, Póst og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóra og Nefnd um samningu heildarlaga um starfsemi stjórnmálaflokka

Frekari upplýsingar veitir Margrét Cela, verkefnisstjóri við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í netfanginu mcela@hi.is