Fréttir

EPA-EFE/HAITHAM IMAD

Samtök blaðamanna skora á utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna takmarkana á fjölmiðlafrelsi

Norræna blaðamannasambandið (NJF), samstarfsvettvangur samtaka blaðamanna á Norðurlöndunum, sendi í morgun bréf á alla utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna takmarkana Ísraels á fjölmiðlafrelsi og banns við aðgengi blaðamanna að Gaza-ströndinni.
Lesa meira
Mynd: Anton Brink

Ályktun stjórnar BÍ vegna niðurskurðar hjá Sýn

Blaðamannafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum.
Lesa meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson

Yfirlýsing ráðherra afhjúpi hættuleg viðhorf

Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf.
Lesa meira
Verkefni nýstofnaðs aðgerðahóps BÍ um upplýsingaheilindi er m.a. að meta getu íslenskra fréttamiðla …

Nýstofnaður aðgerðahópur BÍ um upplýsingaheilindi sótti ráðstefnu í Kaupmannahöfn

Stofnaður hefur verið aðgerðahópur BÍ um upplýsingaheilindi sem í eru fulltrúar stærstu fréttastofa landsins ásamt formanni og framkvæmdastjóra BÍ. Hópurinn mun m.a. meta getu íslenskra fréttamiðla til að berjast gegn upplýsingaógnum og móta aðgerðir til að efla viðnámsþol íslenskra fjölmiðla, blaðamanna og þar af leiðandi samfélagsins alls, gegn misbeitingu upplýsinga.
Lesa meira
📷Gunnar V. Andrésson

Skrifstofa BÍ lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls

Lokað verður á skrifstofu Blaðamannafélags Íslands á föstudag, 24. október, vegna kvennaverkfalls.
Lesa meira
Opnunarviðburður: Siðferði í almannatengslum

Opnunarviðburður: Siðferði í almannatengslum

Tengslanetið - félag almannatengla, boðar til viðburðar um siðferði í almannatengslum 29. október nk. kl. 17:00. Tengslanetið er ný deild innan BÍ fyrir félagsfólk sem starfar við hvers kyns samskipti og miðlun.
Lesa meira
Sigríður Dögg heldur ræðu á Lagadeginum 2025 á Hilton Reykjavík Nordica

Sótt sé að blaðamennsku og fjölmiðlum um allan heim

Formaður BÍ hélt erindi á Lagadeginum 2025 um mikilvægi blaðamennsku á tímum fjölþáttaógna.
Lesa meira
Námskeið: Fjármál og rekstur fyrir sjálfstætt starfandi

Námskeið: Fjármál og rekstur fyrir sjálfstætt starfandi

BÍ býður félagsmönnum sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur að öllu leyti eða hluta á námskeið um fjármál og rekstur fimmtudaginn 30. október frá 9:00 - 12:00.
Lesa meira
Orlofshús BÍ í Stykkishólmi

Opnað fyrir vetrarleigu 2026 þann 15. október!

Opnað verður fyrir umsóknir um vetrarleigu á orlofshúsum BÍ á tímabilinu janúar til loka maí (fyrir utan páskaleyfi) þann 15. október nk. Umsóknir um vetrarleigu eru afgreiddar eftir því sem þær berast - um þær gildir því reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Lesa meira
Félögum í BÍ boðið í útgáfuhóf ljósmyndabókar GVA

Félögum í BÍ boðið í útgáfuhóf ljósmyndabókar GVA

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari býður félögum í Blaðamannafélagi Íslands í samkvæmi í tilefni af útgáfu bókarinnar Spegill þjóðar - Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði.
Lesa meira