Aðalfundi BÍ frestað til hausts

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur ákveðið að fresta boðuðum aðalfundi félagsins, sem vera átti 30. apríl næstkomandi, til hausts.  Aðgerðir stjórnvalda til að kveða niður faraldur af völdum COVID-19 veirunnar og felast meðal annars í samkomubanni gera það nauðsynlegt, svo sem vísað var til í auglýsingu um aðalfundinn á sínum tíma.  Stefnt er að því að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 17. september næstkomandi verði samkomubann úr gildi fallið.  Aðalfundur BÍ  í haust verður auglýstur á nýjan leik samkvæmt lögum félagsins.