Noregur: Aðalverðlaun Skup til VG

Verðlaunahafar fá upplýsingar um sigur sinn í gegnum fjarfundabúnað.
Verðlaunahafar fá upplýsingar um sigur sinn í gegnum fjarfundabúnað.

Norsku Skup-verðlaunin voru afhent um helgina en það eru verðlaun þar sem áhersla er á rannsóknarblaðamennsku. Aðalverðlaunin 2020 féllu í skaut fjögurra blaðamanna á VG sem gerðu úttekt á umbótum í heilbrigðiskerfinu í Noregi þar sem áherslan átti að vera á að auka skilvirkni með auknu samstarfi heilbrigðisstofnana á vegum sveitarfélaga og heilbrigðisstofnana á landsvísu. Hluti af þessum umbótum fólst í að sveitarfélög sem ekki gátu tekið við íbúum sínum sem voru að ljúka meðferð á heilbrigðisstofnunum urðu að greiða sérstaka sekt eða gjald. Meðal þess sem fram kom í umfjöllun VG er að upphæðirnar sem þannig hafa farið frá sveitarfélögum til heilbrigðisstofnana á landsvísu nema um 1,4 milljörðum norskra króna ( um 266 milljörðum ísk) á  sex áratímabili frá 2012 – 2018.

Afhengdin Skup verðlaunanna ver með óhefðbundnum hætti í ár vegna Covid-19 og voru hátíðahöldin í fjarfundi. 

Blaðamenn VG sem fengu aðalverðlaunin eru: Anne Stine Sæther, Shazia Majid, Sofie Amalie Fraser og Eirik Mosveen

Sjá einnig hér