Annar hver fær fréttirnar af vefsíðu fréttamiðils

Annar hver landsmaður sækir helst fréttir á netsíður fréttamiðla, á meðan 18% sækja helst fréttir í sjónvarp.  Álíka margir sækja sér fréttir á samfélagsmiðla og í útvarp, eð aum 9% en aðeins 4% segjast helst sækja sér fréttir í prentmiðla.  Þetta er niðurstaða könnunar MMR sem gerð var 3. – 10. ágúst.  Segja má að hlutfall þeirra sem sæki sér fréttir á vefsíður fréttamiðla sé óbeint hærra, því  gera verður ráð fyrir að stór hluti þeirra frétta sem fólk fær af samfélagsmiðlm séu fréttir sem deilt hefur verið frá vefsíðum fréttamiðlanna.

Það kemur ekki á óvart að hluall yngra fólks (undir 40 ára) er hærra hjá þeim sem sækja sér fréttir á vefsíður fréttamiðla og á samfélagsmiðla en hlutfall þeirra sem eru eldri en 40 ára er hærra meðal þeirra sem sækja sér fréttir helst í sjónvarp, útvarp eða dagblöð.

Sjá tilkynningu MMR hér