Ástralía: Hóta að blokkera fréttadeilingar á Facebook

Nýjustu vendingar í baráttu ástralskra yfirvalda og Facebook (og annarra tæknirisa) eru að Facebook hefur hótað því að blokkera allar deildingar Ástrala á fréttaefni á Facebook og Instagram. Tilefnið er fyrirætlan ástralskra yfirvalda að krefjast þess að þessi fyrirtæki borgi fyrir efni sem deilt er á veitum þeirra.  Að baki áströlskum stjórnvöldum standa flest stærstu og áhrifamestu fjölmiðlafyrirtæki landsins og svipaðar hugmyndir hafa verið uppi víðar í heiminum, að krefja þessi samfélagsmiðlafyrirtæki um eðlilegt endurgjald fyrir notkun á unni efni frá hefðbundnum fjölmiðlum. Þessi krafa hefur orðið sífellt háværari þar sem samfélagsmiðlarnir eru að taka til sín vaxandi skerf af auglýsingakökunni á hverjum stað.

Sjá meira hér