Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun!

Rafræn atkvæðagreiðslu um nýjan allmennan kjarasamning Blaðamannafélags Ísalnds og Samtaka atvinnulífsins stendur yfir.  Allir sem eru í félagar í BÍ og gætu unnið samkvæmt ákvæðum hans hafa atkvæðisrétt nema sérsamningar hafi verið gerðir við útgefendur þeirra miðla sem þeir starfa hjá, eins og er tilfellið t.d hvað varðar Birting, DV, Stundina, Kjarnann og Viðskiptablaðið.  Hnappur á heimasíðu BÍ, press.is, sem gerir fólki kleift að kjósa.  Það þarf rafræn skilríki eða íslykil til að nýta atkvæðisréttinn.  Fyrirspurnir vegna kjörskrár eða ef fólk þarf að kæra sig inn á hana skulu berast skrifstofu BÍ á netfangið bi@press.is eða jona@press.is

 

Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi á morgun, föstudag.

 

Samninganefnd BÍ stendur einhuga að baki nýja kjarasamningnum.  Kjarasamningurinn í heild sinni er inni á heimasíðu félagsins press.is en helstu atrið sem hann felur í sér eru eftirfarandi: 

 • Mánaðarleg hækkun launa frá 1. apríl um 35-41 þúsund kr.
 • Áfangahækkanir eins og í lífskjarasamningnum og gildistími í rúmlega tvö ár
 • Hækkun júlí- og desemberuppbóta
 • Stytting vinnutíma í a.m.k. 7 klukkustundir og 15 mínútur í ársbyrjun 2022
 • 26 þúsund króna álag á greiðslu júlíuppbótar í ár
 • Endurskoðun á upphæðum og skilmálum líf- slysatrygginga blaðamanna
 • Mjög hert ákvæði um greiðslu yfirvinnu sem á að koma í veg fyrir ógreidda yfirvinnu
 • Eingreiðsla til tækja- og búnaðarkaupa í ár að fjárhæð 75 þúsund krónur
 • Álag fyrir vinnu vaktstjóra
 • Endurskoðun á samningum um greiðslur vegna framsals á höfundarrétti
 • Vinnutími og vinnuálag á hverjum vinnustað verður skoðað og gerðar tillögur til úrbóta
 • Sérstök hækkun á byrjunarlaunum háskólamenntaðra blaðamanna árin 2021 og 2022