BÍ auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að auglýsa eftir framkvæmdastjóra félagsins. Um er að ræða fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi starf sem hentar kraftmiklum einstaklingi sem hefur innsýn í störf fjölmiðla. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. Sótt er um starfið á alfreð.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu
 • Umsjón með og ábyrgð á öflugu faglegu starfi á vettvangi BÍ
 • Ábyrgð á áætlanagerð og kostnaðareftirliti
 • Seta á stjórnarfundum og að tryggja samfellu í verkefnum félagsins
 • Gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsins í samvinnu við samningaráð BÍ
 • Stefnumótun í samráði við stjórn BÍ
 • Ráðgjöf og aðstoð við formann, nefndir og stjórnir sjóða félagsins
 • Koma fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við á og gæta hagsmuna þess

Menntun og reynsla:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af blaðamennsku og þekking á störfum fjölmiðla
 • Góð tæknifærni
 • Góðir skipulagshæfileikar og samskiptahæfni
 • Reynsla af verkefna- og/eða viðburðastjórnun er kostur
 • Reynsla af fjármálum og rekstri er kostur
 • Reynsla af almannatengslum er kostur
 • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ í gegnum bi@press.is. Sótt er um starfið á Alfreð.is

Um Blaðamannafélag Íslands:
Blaðamannafélag Íslands er fag- og stéttarfélag blaðamanna á Íslandi. Meginverkefni þess er að gæta hagsmuna félagsmanna og veita þeim þjónustu og ráðgjöf ásamt því að semja um kjör blaðamanna. Þá stendur félagið vörð um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, er málsvari gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldi og sinnir hagsmunagæslu stéttarinnar út á við. Félagið heldur úti vefnum Press.is, gefur út tímaritið Blaðamanninn og stendur auk þess fyrir ýmsum viðburðum. Á vegum Blaðamannafélagsins starfar sjálfstæð siðanefnd sem úrskurðar í þeim kærum sem berast vegna meints brots á siðareglum félagsins auk þess sem sjálfstæð verðlaunanefnd veitir blaðamannaverðlaun félagsins árlega. Innan félagsins starfar jafnframt Blaðaljósmyndarafélag Íslands, sem m.a. veitir árleg ljósmyndaverðlaun.