BÍ: Fordæmir fyrirhugað framsal Assange

Við fordæmum þessa ákvörðun, það er óviðunandi að farið sé með mann sem sinnir því grundvallar blaðamennskuhlutverki að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við almenning sem hvern annan glæpamann. Þetta segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands um þá ákvörðun innanríkisráðherra Breta, Sajid Javid, að verða við framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Julian Assange.  Það kemur í hlut dómstóla í Bretlandi að taka endanlega ákvörðun um framsalið o ger gert ráð fyrir að Assange komi fyrir dómara á morgun. 

Á vef RÚV kemur fram að Félag fréttamanna hafi sent frá sér ályktun þar sem handtaka og yfirvofandi framsal Assange til Bandaríkjanna eru fordæmd og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í málinu.  Einnig er þar haft eftir Kristni Hrafnssyni ritstjóra WikiLeaks að ákvörðunin komi ekki á óvart en látið verði reyna á þessa ákvörðun fyrir öllum dómstigum í Bretlandi og farið með málið fyrir MDE ef þörf krefur.

Áður hafa ýmis samtök blaðamanna vítt um heim fordæmt fyrirhugað framsal og eðli ákærunnar gegn Assange sem bíður í BNA.

Sjá einnig hér