Blaðamannasamtök: Fagna úrskurði um að framselja ekki Assange

Stuðningsfólk Assange fagnar úrskurði dómara í dag. (Mynd: IFJ)
Stuðningsfólk Assange fagnar úrskurði dómara í dag. (Mynd: IFJ)

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og aðildarfélög þess í Bretlandi og Ástralíu ásamt Evrópusambandi blaðamanna fögnuðu í dag ákvörðun dómara í Bretlandi að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna.

Hins vegar segir framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna, Anthony Bellanger, að málatilbúnaður dómarans sé vonbrigði, vegna þess að hann hafi ekki fjallað um og tekið afstöðu til ógunarinnar við blaðamennsku og  fjölmiðlafrelsi sem framsalið hefði haft í för með sér.  Alþjóðasambandið hefur um árabil í samstarfi við aðildarfélög sín í Bretlandi og Ástralíu og Bandaríkjunum ítrekað bent á að fangelsun Assange brjóti í bága við alþjóðalög og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. “Heilsu Assange hefur hrakað mikið frá því hann var fangelsaður í apríl 2019 og Covid 19 vírusinn í fangelsinu þar sem hann hefur verið í haldi ógnar verulega lífi og heilsu þessa félaga okkar og handhafa blaðamannaskírteinis IFJ. Það er mál til komið að Bandaríkin láti af tilraunum sínum til að fá hann framseldan,” segir Bellanger.

Sjá einnig hér

Sjá viðtal Kastljóss við Kristin Hrafnsson