Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs árið 2015 eru nú lausir til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 12. janúar nk. Markmiðið með árlegum blaðamannastyrkjum Norðurlandaráðs er að auka áhuga blaðamanna og veita þeim tækifæri til að fjalla um aðstæður annars staðar á Norðurlöndum og greina frá norrænu samstarfi. Í sjóðnum eru samtals 450.000 danskar krónur til úthlutunar, þ.e.a.s 90.000 danskar krónur í hverju landi (u.þ.b. 1.874.000 ISK). 

Sjá nánar hér