Bretland: Kynferðisleg áreitni í sjónvarpi

Kynferðisleg áreitni og einelti virðist mjög algengt í meðal fjölmiðlafólks í sjónvarpi samkvæmt nýrri sameiginlegri könnun EITF og  Channel 5 News  í Bretlandi og Guardian greinir frá. Könnunin náði til 315 manns í sjónvarpsgeiranum og í ljós kom að 2/3 þeirra höfðu orðið fyrir áreitni á vinnustað, þótt meirihluti þeirra hafi ekki tilkynnt um það af ótta við neikvæðar afleiðingar fyrir starfsframa þeirra. Meðal niðurstaðna úr könnunin var eftirfarandi:

  • Mikill meirihluti (84%) þeirra sem urðu fyrir áreitni tilkynnti ekki um málið.
  • Innan við helmingur (47%) þekktu hvaða rétt þeir höfðu í málum sem tengjast einelti eða kynferðislegri áreitni.
  • Meirihluti þeirra sem urðu fyrir áreitni sögðu að það hefði gerst á síðustu fimm árum.

Sjá frétt Guardian hér