Eignarhald Musk á Twitter/X og markaðsdrifið tjáningarfrelsi

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við meistaranám í blaða- og fréttamennsku og Rannsóknarsetur í fjölmiðla- og boðskiptafræðum, kynnir opinn hádegisfyrirlestur föstudaginn 20. október kl. 12:00-13:00, í Odda, stofu 201.

Christian Christensen, prófessor í blaða- og fréttamennsku við Stokkhólmsháskóla, fjallar um kaup milljarðamæringsins Elons Musk á samskiptamiðlinum Twitter (nú „X“) og hvernig hann hefur „beitt eignarhaldi sínu til að hampa“ því sem Christian segir spillta og markaðsdrifna mynd af málfrelsi og tjáningarfrelsi. Musk hafi jafnframt grafið undan gagnrýnni fjölmiðlun með því að setja fram kraftmiklar goðsagnir um „woke“ elítur tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum og meginstraums fjölmiðla. Christian segir kaup Musks tendra viðvörunarljós um áhrif samþjöppunar á eignarhaldi fjölmiðla.

Nánari upplýsingar hér.