Ekki brot

Í máli nr. 10 2022-2023 kærði Páll Steingrímsson Björn Þorláksson vegna umfjöllunar um það sem kærandi kallar „viðkvæmt sakamál“ í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut þann 23. september 2022. Björn stýrði umræddum þætti, sem er viðtals- og umræðuþáttur um fréttir vikunnar, og voru viðmælendur hans Þóra Arnórsdóttir og Helgi Seljan. „Umræðan þar snerist alfarið um svokölluð Samherjamál,“ eins og segir í reifun málavaxta í úrskurðinum. 

Kærandi telur í kæru sinni upp sjö kæruliði með vísan til, eftir atvikum, 1.,3., 5. gr. siðareglna BÍ. Í stuttu máli kemst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra atriða sem kærandi kærði geti talist brot á siðareglum BÍ.

Siðanefnd tekur aftur á móti fram, að kærandi hafi sent ritstjórn Hringbrautar bréf í tvígang með kröfu „um úrbætur“ og viðtal á sama vettvangi. „Kærði fullyrðir að honum hafi ekki borist téðar kröfur, sem sendar voru á almennt netfang ritstjórnar fjölmiðilsins. Hvorki ritstjóri né ristjórn Hringbrautar eru kærð í þessu máli og kemur þessi kæruliður ekki til efnislegrar afgreiðslu Siðanefndar. Það er eftir sem áður álit Siðanefndar að óboðlegt sé að erindum sem þessum sé ekki sinnt.“