RÚV: Sátt gerð í meiðyrðamáli

Sátt hefur verið gerð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn RÚV vegna meiðyrða, en málið snýst um nokkrar fréttir í RÚV og á vef þess og er stefnt gegn fréttastjóra og þremur fréttamönnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur.“

Fréttirnar sem um ræðir snerust um meint fíkniefnasmygl í Súður – Ameríku og var í stefnu samtals krafist 10 milljóna króna bóta af fréttamönnum og fréttastjóra persónulega.

Sjá einnig hér og hér