England: Ofbeldi gegn blaðamönnum eykst

Evrópusamband blaðamanna hefur fordæmt líkamsárás á Owen Jones, blaðamann á Guardian, en hópur fauta réðist að honum utan við krá í Londn síðastliðið laugardagskvöld. Réðust fautarnir á Jones og börðu hann í jörðina og spörkuðu í hann. Þegar vinir Jones hugðust grípa inn í voru þeir barðir líka. Árásin er tengd við blaðamennskustörf Jones og óþol ákveðinna hópa, m.a. frá hópum sem eru á móti samkynhneigðum, gagnvart skrifum hans. Hann mun endurtekið hafa orðið fyrir hótunum, jafnvel líflátshótunum,  undanfarna mánuði og jafnvel tilraunum til líkamsmeiðinga. Michelle Stanistreet, framkvæmdastjóri Ensku blaðamannasamtkanna (NUJ) segir blaðamenn og blaðamennsku í vaxandi mæli verða fyrir árásum og mjög hægrisinnaðir aðilar séu „greinilega að verða áræðnari í að láta hendur skipta til stuðnings ógeðfelldum sjónarmiðum sínum. Hort sem slík virkni kemur fram í áarásum og hatri á vefnum eða með hótunum eða barsmíðum eins og hjá Owen Jones um helgina þá er þetta allt til þess gert að skapa andrúmsloft ógnar og fá blaðamenn og álitsgjafa til að hugsa sig um tvisvar í því sem þeir segja í tengslum við vinnu sína og hvaða sjónarmiðum þeir koma á framfæri.“

Sjá einnig hér