EPP: Tilnefningafrestur að renna út

Næstkomandi föstudag, 14. desember, rennur út tilnefningafrestur til Evrópsku blaðamannaverðlaunanna. Evrópsku blaðamannaverðlaunin eru veitt árlega og senda má inn tilnefningar frá aðildarþjóðum ESB og EES auk EES landanna í EFTA.  Íslendingar geta því sent inn tilnefningar í einhverjum af fjórum flokkum verðlaunanna. Flokkarnir sem verðlaunin skiptast í eru sem áður segir fjórir, og í hverjum flokki eru veitt 10 þúsund evra verðlaun, sem ætlast er til að viðkomandi sigurvegari nýti til að fjármagna eitthvert verkefni að eigin vali sem auðgað getur blaðamennsku.

Verðlaun eru veitt fyrir eftirfarandi flokka: Rannsóknarblaðamennsku; Besta umfjöllunin (Distiguished reporting award), Besta skoðanagreinin; og Besta nýjungin í blaðamennsku.

Sjá nánar hér