Evrópustyrkir til héraðsfréttamennsku

Evrópusamtök blaðamanna, EFJ, kynna nýja styrktarsjóði sem ætlaðir eru til að styðja við staðbundna rannsóknarblaðamennsku yfir landamæri innan Evrópu („Cross-border local-project“). 

Blaðamenn frá öllum þátttökuríkjum Creative Europe-áætlunarinnar, sem haldið er úti af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en Ísland á aðild að í gegnum EES-samstarfið, geta sótt í sjóðina, sem hafa alls 1,3 milljarða evra til ráðstöfunar. Næsti umsóknarfrestur rennur út 10. nóvember næstkomandi. 

Átakinu er ætlað að bregðast við skorti á sjálfstæðri héraðsfréttamennsku (local independent journalism) í mörgum löndum Evrópu, og beinist fyrst og fremst að því að styðja við staðbundin rannsóknarblaðamennskuverkefni, sérstaklega verkefni sem fela í sér samstarf blaðamanna eða fjölmiðla yfir landamæri og gera þeim kleift að kynnast lausnum sem kunna að virka í héröðum, bæjum og borgum annars staðar í Evrópu. Með þessu er vonast til að efla gagnrýna hugsun um brýnustu viðfangsefni samfélagsins, auka opinbera umræðu og ýta undir borgaralega þátttöku. 

Fjölmiðlaumfjöllunin sem út úr þessu prógrammi kemur er álitið munu efla vitund um það meðal héraðsblaðamanna og almennra borgara víða um sveitir Evrópu að fréttaflutningur úr héraði felur oft í sér alþjóðlega vídd, og öfugt – að evrópsk fréttaefni enduróma á vettvangi héraðsfrétta einnig. 

Þá beinist átakið ennfremur að þjálfun blaðamanna. Margir héraðsblaðamenn hafa úr litlu fé að spila og litla reynslu af rannsóknablaðamennsku, þaðan af síður yfir landamæri. Því á að bjóða upp á þjálfun í hinum ýmsu þáttum rannsóknarblaðamennsku, samskiptum við neytendur frétta á hverjum stað, og fleiru. Leiðbeinendur á þessum þjálfunarnámskeiðum verða fagmenn með mikla reynslu á þessu sviði og vítt tengslanet. 

Nánar má lesa um átakið í fréttatilkynningu á vef EFJ