Félagsfundi frestað vegna veðurs til mánudags

Félagsfundi BÍ, sem halda átti í kvöld, hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 5. febrúar kl. 19:30

Stjórn BÍ boðar til félagsfundar þann 5. febrúar nk. að Síðumúla 23 kl. 19:30. Á fundinum verður kynnt vitundarherferð um mikilvægi blaðamennsku sem félagið vinnur nú að og hleypt verður af stokkunum í febrúar. Einnig verður sagt frá undirbúningi styrktarsjóðs fyrir blaðamenn, sem félagið mun hafa umsjón með. Þá er ætlunin að halda vinnustofu um stefnumótun félagsins. Einnig gefst félagsmönnum að ræða málefni skrifstofu félagsins. Vonast stjórnin til að sem flest mæti og taki þátt í að móta áherslu og stefnu félagsins til framtíðar. Boðið verður upp á veitingar að fundi loknum.

Dagskrá: 

Kynning á vitundarherferð um mikilvægi blaðamennsku
Kynning á stofnun Glætunnar, samfélagssjóðs blaðamanna
Staðan í kjaraviðræðum
Vinnustofur - stefnumótun
Umræður um málefni skrifstofu