Fjarstæðukenndir órar!

Í tilefni af bréfi stjórnar Íslenska flugmannafélagsins hefur Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélagins brugðist við með eftirfarandi yfirlýsingu:  „Það er ábyrgð blaðamanna að fjalla á gagnrýnin hátt um mikilvæg fyrirtæki í íslensku efnahagslífi, að ekki sé talað um flugfélög sem starfa á viðkvæmum neytendamarkaði. Það er skuldbinding blaðamanna gagnvart íslenskum almenningi.  Ég hef skilning á því að starfsmenn WOW air hafi áhyggjur af störfum sínum, en að rekja einhvern hluta af rekstrarvanda fyrirtækisins til umfjöllunar blaðamanna er að fara í geitarhús að leita ullar. Þarf ekki annað en horfa til umfjöllunar blaðamanna um Icelandair og erfiðleika þess félags, samkeppnisaðila WOW,  til að sjá hversu fjarstæðukennir órar eru á ferðinni í stjórn Íslenska flugmannafélagsins.“

Sjá bréf Íslenska flugmannafélagsins hér