Fræðslumyndbönd EJC fyrir blaðamenn

Evrópska blaðamennskumiðstöðin EJC heldur úti YouTube-rás, þar sem nálgast má fjölda stuttra myndbanda með fræðslu og ráðleggingum fyrir blaðamenn. 

Nýjasta efnið þar eru upptökur frá ráðstefnunni News Impact Summit 2022, sem haldin var í tékknesku höfuðborginni Prag á dögunum. Þar er hægt að fræðast m.a. um það hvernig blaðamenn geta nýtt sér nýja samfélagsmiðla og önnur forrit á borð við Twitch og TicToc, og fleiri nýsköpunarlausnir eins og gervigreind, í vinnu sinni. 

Einnig má minna á að EJC heldur utan um ýmsa styrki sem blaðamenn í flestum löndum Evrópu geta sótt um.