Greitt úr verkfallssjóði

Á grundvelli upplýsinga um þá sem verða fyrir launaskerðingu vegna verkfallsaðgerða við þessi mánaðamót verða greiddar út bætur úr verkfallssjóði til að bæta viðkomandi upp tapið. Blaðamannafélag Íslands mun kalla eftir þessum upplýsingum í næstu viku og í framhaldi þess greiða út verkfallsbætur.


Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands