Guðlaugur Þór undirritar yfirlýsingu um fjölmiðlafrelsi

Guðlaugur Þór undirritar yfirlýsinguna
Guðlaugur Þór undirritar yfirlýsinguna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi sem fram fór í Lundúnum og lauk nú síðdegis. Hann tók meðal annars þátt í pallborðsumræðum um öryggi blaðamanna þar sem hann lagði áherslu á að ríki létu til sín taka á vettvangi alþjóðastofnana og auk þess undirritaði hann yfirlýsingu um fjölmiðlafrelsi. Ráðstefnan var skipulögð af breskum og kanadískum stjórnvöldum og miðar að því að efla aðgerðir til að sporna við vaxandi hættu sem steðjar að fjölmiðlafólki um allan heim.  

Sjá einnig frétt hér

Sjá yfirlýsinguna sem undirrituð var hér