Heimskviður: Ofbeldi gegn blaðamönnum

Í þættinum Heimskviður á Rás 1 var um helgina áhugaverð umfjöllun um ofbeldi gegn blaðamönnum. Í kynningu á þættinum segir:  "Í vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur. Birta Björnsdóttir fjallar um málið og ræðir við dr.Courtney Radsch, talskonu samtakanna Committee Protecting Journalists, sem jafnframt er fyrrum blaðamaður hjá The New York Times. Þá heyrum við einnig í Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi, en meðal verkefna samtakanna er að standa vörð um tjáningarfrelsið. Báðir voru viðmælendur sammála um að árásir, hótanir og lögsóknir á hendur blaðamönnum hafi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins."

Hér má hlusta á þáttinn