Hvernig björgum við blaðamennskunni?

Anya Shciffrin
Anya Shciffrin

BÍ stendur fyrir hádegisverðarfundi með Anya Schiffrin, forstöðumanni tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar School of International and Public Affairs, við Columbia-háskólann í New York, á föstudag, 1. mars kl. 12.

Schiffrin hefur meðal annars fjallað um hvernig bjarga megi blaðamennsku á tímum dvínandi tekna fjölmiðla og versnandi rekstrarumhverfis. Hún hefur bent á að þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir vandaðri blaðamennsku valdi samdráttur í tekjum því að fjölmiðlar um allan heim neyðist til að segja upp blaðamönnum. Sem mótvægi við þessa þróun hefur nýrra leiða verið leitað víða. Ein þeirra er stofnun sjálfstæðra styrktarsjóða, sem veita fjármagni til blaðamanna og fjölmiðla, ýmist frá stjórnvöldum, fyritækjum eða einstaklingum. 

Helga Arnardóttir blaðamaður sest niður með Schiffrin til að ræða hvernig bjarga megi blaðamennskunni. Samtalið verður tekið upp og birt á press.is, en félagar í BÍ eru jafnframt velkomnir á fundinn.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Þau sem vilja mæta eru beðin að skrá sig með því að senda póst á bi@press.is fyrir kl. 10 þann 1. mars.