Hvernig getum við slegið í gegn á samfélagsmiðlum?

Kristian Strøbech
Kristian Strøbech

Norræna blaðamannamiðstöðin í Árósum (Nordisk Journalistcenter, NJC) býður upp á námskeið fyrir fjölmiðlafólk í notkun samfélagsmiðla og hvernig best er að ná út til fólks með texta og myndir á netmiðlum. Námskeiðið verður haldið dagana 21. og 22. apríl nk. í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands í Síðumúla. Alls geta 16-20 manns sótt námskeiðið en þátttaka er endurgjaldslaus. 

Kristian Ströbech er sjálfstætt starfandi leiðbeinandi og nýtur mikilla vinsælda sem kennari í notkun alls kyns netmiðla. Hann kynnir ólík dæmi og býður upp á verklegar æfingar.  Fyrstir koma, fyrstir fá.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir marslok til  Sigrúnar Stefánsdóttur í síma 8614499 eða sigruns@unak.is

Nánari lýsing á námskeiðinu er hér

Þá er ástæða til að benda á námskeið NJC um rússnesk stjórnmál og forsetakosningarnar 2020 sem sjá má hér

Einnig um kynnis- og upplýsingaferð á vegum NJC til Kaliningrad hér