Íhuga að kvarta til Umboðsmanns Alþingis

Blaðamannafélag Íslands er með í athugun að kvarta undan stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni  félagsins beinist að   beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla er lýtur að lýðræðislegri grundvallarreglur.  Blaðamannafélagið hefur áður gert athugasemdir við það  að nefndin hefur fyrr í vetur birt álit á efni fjölmiðla sem er eingöngu grundvallað á áðurnefndri grein, þá í kjölfar  kæra sem nefndinni hafa borist og hún ákveðið að taka til meðferðar.

Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum.  Þar verður að haf aí huga  álit meirhluta menntamálanefndar, sem minnihlutinn tók undir, en þar segir  „að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telur að nú hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir þau valdmörk sem þar er að finna.

Umboðsmaður Alþingis hefur það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með stjórnsýslu á vegum framkvæmdavaldsins.  Umboðsmaður fjallar ekki aðeins um ákvarðanir og úrlausnir stjórnvalda heldur einnig um málsmeðferð þeirra, að því er fram kemur á heimasíðu embættisins.

Blaðamannafélagið telur einnig  að það sé stórlega ámælisverð stjórnsýsla af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa ákveðið að birta álit eingöngu á grundað á  26. greinar fjölmiðlalaga án þess að setja nokkrar formreglur um það hvaða skilyrði kærur þurfi að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni.  Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.  Engin ákvæði hér að lútandi er að finna í starfsreglum nefndarinnar, enda eru starfsreglurnar settar áður en nefndin fékk heimild til að birta álit samkvæmt breytingu á fjölmiðlalögum sem samþykktar voru 2013. Það vekur furðu að stjórnvald á tilteknu sviði í íslensku samfélagi skuli ekki gera meiri kröfur til eigin stjórnsýslu og réttaröryggis þeirra sem starfa á því sviði.