Margmiðlunarnám í Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli hefur ákveðið að bjóða upp á nýtt og spennandi
margmiðlunarnám með dreifnámsfyrirkomulagi nú í haust. Umsóknarfrestur er
til og með 12. ágúst nk. Námið er ætlað fólki með ólíka þekkingu og
bakgrunn sem vill öðlast alhliða hæfni í hönnun og miðlun efnis með
stafrænni tækni. Námið er bæði verklegt og fræðilegt og hentar vel þeim
sem vilja ná góðum tökum á upplýsingatækni. 

Um er að ræða diplomunám (4. þrep) þar sem stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar er
krafist.

Námið er hugsað sem alhliða kennsla og þjálfun í framsetningu og vinnslu
efnis með stafrænum hætti; gerð prent-, kvikmynda- og vefefnis svo
eitthvað sé nefnt. Það er trú Borgarholtsskóla að með því að bjóða upp á þetta nám séu þeir að uppfylla ákveðinn skort á heilsteyptu námi á þessu sviði sem muni
nýtast nemendum vel í starfi.

Umsjónarmaður með náminu er Ari Halldórsson - Netfang: ari@bhs.is Sími:
820- 2857