Masterclass með Laura Poitras

Haldinn verður svokallaður Masterclass sem Laura Poitras, óskarsverðlauna- og pulitzerverðlaunahafi mun stýra um heimildamyndagerð og blaðamennsku í Bíó Paradís á laugardaginn frá 15-17. Hún er leikstjóri þríleiks um eftirköst árásanna 11. september, þar sem Citizenfour, óskarsverðlaunamynd á síðustu Óskarsverðlaunum, rak smiðshöggið. Ókeypis er á námskeiðið, aðgangur öllum opinn og blaðamenn sérstaklega boðnir velkomnir.