Noregur: Fiskeldið erfitt umfjöllunarefni í fjölmiðlum

Mynd: Terje Bendiksby / NTB Scanpix
Mynd: Terje Bendiksby / NTB Scanpix

Athyglisverð umræða er nú í gangi meðal fjölmiðlafólks í Noregi um það hversu erfitt og viðkvæmt er að fjalla um fiskeldismál. Málið er ekki síst áhugavert í ljósi þess að umræðan um fiskeldi er að hefjast fyrir alvöru hér á landi og nær viðstöðulaust vitnað til reynslu Norðmanna. Svo virðist sem í Noregi séu til staðar tvær sterkar  blokkir, með og á móti laxeldi í sjókvíum, sem beiti af þunga afli sínu til að gagnrýna og hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla. Lýsa blaðamenn því þannig að þeir séu ýmist kallaðir bjánar eða laxahatarar eða annað álíka, eftir því hvernig veður skipast.   Í grein á vef norska Blaðamannafélagsins kemur fram að andstæðar blokkir séu mjög virkar í að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að skotgrafirnar séu slíkar að erfitt sé að finna heimildamenn sem séu óháðir hagsmunaaðilum.  Báðar blokkir hafa eigin talsmenn sem vitna til eigin vísindarannsókna og tala í austur og vestur án þess að hafa sameiginlegan grundvöll til að standa á,  en fiskeldið er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein,  einkum í norður Noregi.

Sjá grein hér