Nýr Blaðamaður

Nýr Blaðamaður er nú kominn úr prentun og er á leið til félagsmanna í pósti. Að þessu sinni er Covid 19 áberandi í blaðinu,en þar er m.a. fjallað um breytta starfshætti sem blaðamenn hafa þurft að tileinka sér vegna faraldursins, s.s.að vinna heima hjá sér. Ýmislegt ber á góma í blaðinu, þar er til dæmis fjallað um aðalfund félagsins, gagngerar endurbætur sem verið er að gera á orlofshúsi félagsins í Brekkuskógi, og rætt við Magnús Magnússon á Skessuhorni svo eitthvað sé nefnt.

Vilji menn skoða blaðið rafrænt er það komið hér inn á vefinn á svæði Blaðamannsins, en einnig má nálgast það með því að smella hér