Nýtt hefti Blaðamannsins komið út

Nú um áramótin kom út nýtt hefti Blaðamannsins, tímarits BÍ, 1. tölublað 45. árgangs, 2023. 

Blaðið er efnismikið, sem endranær, en meðal umfjöllunarefna er gervigreind og blaðamennska, „fréttasvartholið TikTok“, fréttaforðun, yfirlit yfir 20 ára sögu Blaðamannaverðlaunanna, rannsókn á viðhorfum blaðamanna til umdeildra vinnubragða, þróun héraðsfréttamiðla, og grunnnám í blaðamennsku auk fastra liða eins og Myndir ársins, yfirlit úrskurða Siðanefndar BÍ og uppfært félagatal. 

Höfundar efnis að þessu sinni eru Eyrún Magnúsdóttir, Pálmi Jónasson, Valgerður Anna Jóhannsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ sem jafnframt er ábyrgur ritstjóri, og Auðunn Arnórsson, sem hafði umsjón með útgáfunni og prófarkalestri. 

Einstakar greinar úr blaðinu verða birtar hér á Press.is næstu daga, en blaðið í heild er aðgengilegt hér, eins og öll fyrri hefti.