Ráðherra vill endurskoða lög vegna gagnrýni BÍ

„Að mínu viti er það mjög bagalegt að Blaðamannafélag Íslands og fjölmiðlanefnd hafi staðið í þessum deilum og segja má að það hafi dregið svolítið til tíðinda vegna þessa. Við þurfum að skýra, þurfum að hafa sama skilning og sömu nálgun á 26. greinina þannig að ég svara því játandi. Ég hef í hyggju að endurskoða þessi lög.“  Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir í svari við óundirbúinni fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé á Alþingi gær, en Kolbeinn spurði ráðherra um viðbrögð við gagnrýni BÍ á skilning og verklag Fjölmiðlanefndar varðandi 26. gr. fjölmiðlalaga, um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla.  Sem kunnugt er dró fulltrúi sá er BÍ tilnefndi í nefndina sig út úr starfi hennar í mótmælaskini í mars á þessu ári.

Sjá umfjöllun vísis.is hér

Sjá umfjöllun RÚV hér