Reglugerð segir hámarks stuðning 100 milljónir

Lilja Alfreðsdóttir hefurnú birt reglugerð um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla vegna Covid 19 en í þann styrk voru veittar 400 milljónir í vor. Reglugerðin tekur að ýmsu leyti mið af frumvarpsdrögum um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem ekki fengust samþykkt á þinginu í vor, en fyrirhugað var samkvænt því að setja í það mál sömu upphæð í ár, eða 400 milljónir.  Helstu nýmælin eru að hámarksstuðningur til einstakra miðla er hækkaður í 100 milljónir þannig að stóru miðlarnir munu eiga kost á um helmingi meiri stuðningi en samkvæmt frumvarpinu sem enn er ósamþykkt.  Í reglugerðinni segir að stuðningurinn geti orðið að hámarki 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda en stuðningur til hvers  umsækjenda getur ekki orðið hærri en sem nemur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað til sérstaks rekstrarstuðnings.

Sjá tilkynningu menntamálaráðherra hér.