Reynt að reisa þagnarmúr um Hvíta-Rússland

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fordæmt máttlítil viðbrögð Alþjóðasamfélagsins við  árásum stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi á borgaraleg réttindi mótmælenda og þeirra blaðamanna sem hafa verið  að dekka mótmælin þar í landi. Í þessari gagnrýni sinni segir EFJ m.a. að „ smátt og smátt sé verið að reisa þagnarmúr milli Hvíta-Rússlands og heimsins" og vísa þar m.a. til ógnana stjórnvalda í garð fjölmiðlafólks og nú síðast víðtækra afturkallana upplýsingaögyggisráðs landsins á starfsheimildum erlendra blaðamanna í landinu. Síðustu daga hafa starfsleyfi  blaðamanna frá erlendum fréttaveitum verið unnvörpum afturkölluð, þar á meðal frá stórum og vitum fréttaveitum s.s. AFP, AP, ARD, BBC, RFE/RL, Reuters, RFI.

Fjöldahandökur á blaðamönnum halda áfram í Hvíta-Rússlandi. Nú hafa 141 blaðamenn verið handteknir síðan mótmæli hófust þar 9. ágúst síðastliðin. Flestum er sleppt eftir yfirheyrslur en margir hafa verið ákærðir í framhaldi þess. Á laugardag og sunnudag voru 11 blaðamenn handteknir. Evrópusamtök blaðamanna mótmæla þessum handtökum.

Sjá einnig hér