RÚV-arar sýknaðir í héraðsdómi

Sýknudómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni í máli aðstandenda Sjanghæ veitingahússins á Akureyri gegn fréttafólki RÚV, útvarpsstjóra og RÚV ohf vegna umfjöllunar RÚV um grun um um mansal og aðbúnað starfsfólks, sem síðan reydist vera  í lagi. Greint var frá málinu áður en lögreglurannsókn fór fram, en stéttarfélagið Eining-Iðja fór í könnunarferð á veitingahúsið til að ræða við starfsmenn vegna gruns félagsins um brot.

Í niðurstöðu dómarans, Kristrúnar Kristinsdóttur, segir m.a.:  „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við miðlun upplýsinga og skoðana um þjóðfélagsleg málefni. Almenningur á rétt á að fá upplýsingar sem slík málefni varða og þurfa sérstaklega ríkar ástæður að vera fyrir því að skerðing á frelsi  fjölmiðla  geti  talist  nauðsynleg  í  lýðræðisþjóðfélagi.  Slíkar  skerðingar  geta  eftir atvikum átt við séu ósönn ummæli birt eða borin út opinberlega gegn betri vitund.  Við umfjöllun um málefni eins  og hér um ræðir verður að  játa fjölmiðlum ríkan rétt og svigrúm til að gera grein fyrir slíkum málum, en við þá umfjöllun verður að gæta, eftir því sem kostur er, að riðhelgi einkalífs stefnenda.“

Síðan segir dómarinn: „Að  virtu  því  sem  upplýst  þykir  um  atvik  þessa  máls,  m.a.  í  ljósi  trúverðugs  framburðar fyrrgreindra vitna, verður ekki fallist á að fréttamaðurinn hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi fréttarinnar eða að hún hafi ekki byggst á áreiðanlegum heimildum.“

Eru fréttafólkið og RÚV því sýknuð af kröfum stefnenda.

Sjá dóminn hér