RÚV kært til samkeppnisyfirvalda og Fjölmiðlanefndar

Búið er að kæra RÚV til samkeppnisyfirvalda og Fjölmiðlanendar fyrir misnotkun á aðstöðu sinni í augýsingasölu í kringum HM í knattspyrnu. Í Fréttablaðinu í dag segir Lija  Alfreðsdóttir  menntamálaráðherra að fjöldi athugasemda hafi borist henni vegna þessa máls. Hún segir brýnt að niðurstöður liggi fyrir sem fyrst, enda ljóst að RÚV verði að spila eftir leikreglum og innan þess ramma sem stofnuninni er settur.  Mikil gagnrýni hefur komið fram í  síðustu daga á framgöngu RÚV sem sakað er um að hafa þurrkað upp auglýsingamarkaðinn í sumar og fest auglýsingafé fyrirtækja út árið í krafi sýningarréttar síns á HM og sérstaklega hafa svokallaðir „premium“ pakkar þótt grófir, en þar eru auglýsingar sem keyptar eru á besta stað og tíma í leikjum í riðlakeppninni sagðar bundnar  því að keyptar séu auglýsingar fyrir minnst 10 milljónir króna á tíma þegar sekúnduverð er mjög hátt.

Í Fréttablaðinu í dag og raunar í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga hefur Lija Alfreðsdóttir boðað aðgerðir til styrktar einkareknum fjölmiðlum í haust og þar sé ýmislegt undir, bæði beinir styrkir, skattamál, sérstakir sjóðir og staða RÚV á auglýsingamarkaði.  Gera verður ráð fyrir að þær kærur og sú umræða sem nú er uppi um RÚV og auglýsingar á HM, sem kemur á mjög krítískum tímapunkti (tilviljun?)  muni hafa áhrif á þá vinnu alla , sérstaklega ef í ljós kæmi að RÚV hafi frarið út fyrir þann ramma sem stofnuninni er sniðinn, sem stofnunin þvertekur fyrir að hafa gert.

Sjá enn fremur umfjöllun Fréttablaðsins hér

Umfjöllun Morgunblaðsins hér og hér