Skopmyndaverðlaun Evrópu

Síðan árið 2019 hafa skopmyndaverðlaun Evrópu verið veitt í tengslum við Blaðamannaverðlaun Evrópu (European Press Prize). Hér má sjá þær sextán teikningar sem tilnefndar eru til skopmyndaverðlaunanna í ár. 

Til skopmyndaverðlauna Evrópu var stofnað að frumkvæði Studio Europa Maastricht í samstarfi við Blaðamannaverðlaun Evrópu árið 2019, árið sem bandaríska stórblaðið The New York Times ákvað að hætta með öllu birtingu ritstjórnarlegra skopmynda. 

Í kynningu á verðlaununum segja aðstandendur að þeir "verðlauni hugrekki og gæði á sviði skopmyndagerðar og hlúi að samræðu um þróun Evrópu". Þar segir ennfremur: "Gæðablaðamennska er gríðarmikilvægur þáttur í heilbrigðu lýðræðissamfélagi - og skopmyndateiknarar leika lykilhlutverk í að veita það aðhald og gagnrýni sem tilheyrir slíku samfélagi. Afurðir þeirra eru einkennismerki opinna samfélaga: Þeir áorka oft með aðeins einni teikningu að halda spegli að samfélaginu, vekja athygli á breytingum og ýta undir opinbera umræðu.

Skopmyndir eru mikilvægur þáttur í opinni umræðu, í því að setja spurningamerki við bæði gamlar hugmyndir og innleiðingu nýrra. En skopmyndagerð er um þessar mundir í enn meiri varnarbaráttu en aðrir þættir blaðamennsku undir kringumstæðum stöðugt þrengra rúms fyrir óheft tjáningarfrelsi. 

Til að hvetja skopmyndateiknara til dáða í sínu mikilvæga hlutverki höfum við stofnað til Skopmyndaverðlauna Evrópu, að verðmæti 10.000 evra." 

Sjá nánar: https://europeancartoonaward.com/