Sterk stofnanaumgjörð gegn skaðleysi af glæpum gegn blaðamönnum

Herdís Þorgeirsdóttir talaði af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegu fjölmiðlaráðstefnunni í London 10. og 11. júlí sl., sem sagt hefur verið frá hér á síðunni. Hún fjallaði um öryggi blaðamanna; réttinn til lífs og tjáningar og sagði frá starfi Feneyjanefndar þ.á m. áliti sem  nefndin vann fyrir stjórnvöld á Möltu um stöðu stjórnskipunarinnar þar vegna morðsins á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia í október 2017. Í ræðu sinni kom Herdís víða við en sagði m.a. að skaðleysi (impunity) gegn saksókn vegna glæpa gegn blaðamönnum væri aðför að réttarríkinu.  Til þess að réttarríkið virki þurfi það að eiga rætur í almennum grundvallarreglum s.s. um gegnsæi, óhlutdrægni og jafnræði „Feneyjarnefndin komst að þeirri niðurstöðu sinni í áliti sínu um Möltu að kerfi jafnvægis og eftirlits (chaecks and balances) þurfi að vera til staðar – stofnanaumgjörð s.s. sjálfstæðir dómstólar og óháður saksóknari eru lykillinn að því að koma enda þetta skaðleysi sem er ein alvarlegasta ógn við tjáningarfrelsið og öryggi blaðamanna,“ sagði Herdís m.a. í ræðu sinni.

Hér má sjá ræðu Herdísar í heild

Hér er umfjöllun um aðkomu Feneyjarnefndarinnar