Sumarlokun á skrifstofu BÍ

Skrifstofa Blaðamannafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí til 4. ágúst.  Félagsmenn, sem hafa leigt orlofshús BÍ í Stykkishólmi og Brekku frá 3. júlí til 7. ágúst, eru beðnir að sækja lykla á skrifstofu BÍ í síðasta lagi föstudaginn 3. júlí.

Hægt verður að ná í formann BÍ, Hjálmar Jónsson í síma 897-4098, ef erindið er áríðandi.