Tekjur fjölmiðla lækka um 2%

"Tekjur íslenskra fjölmiðla lækkuðu lítillega á árinu 2017 frá fyrra ári, eða um tvo hundraðshluta reiknað á föstu verðlagi. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna. Tekjur af notendagjöldum voru tæpir 15 milljarðar og af auglýsingum og kostun rúmlega 13 milljarður króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2017 eru um 18 af hundraði lægri en er best lét árin 2006 og 2007." þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni í dag. 

Fréttatilkynninguna í heild má lesa hér.