Þýskaland: Árásum á blaðamenn fjölgar

Á  árinu 2020 urðu meira en tvöfalt fleiri fjölmiðlamenn fyrir árásum í  Þýskalandi borið saman við nokkur ár þar á undan. Þetta kemur fram í talnaefni frá þýsku sambandsstjórninni.  Mótmæli af ýmsu tagi eru nú skilgreind sem hættusvæði (high-risk) fyrir blaðamenn, og lögregla hefur iðulega ekki getað tryggt öryggi fjölmiðlafólks. Bæði Evrópusamband blaðamanna og aðildarfölög þess í Þýskalandi hafa nú krafist þess að gripið verði til sérstakra ráðstafana til að auka öryggi fjölmiðlafólks. 

Sjá nánar hér