Trúnaðarmenn verður að kjósa og tilnefna á tveggja ára fresti

Titill greinarinnar á bls. 34 í Blaðamanninum 1/2022.
Titill greinarinnar á bls. 34 í Blaðamanninum 1/2022.

Grein eftir Hjálmar Jónsson birt í Blaðamanninum 1/2022.

Úrskurður Félagsdóms í máli Eflingar gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns á hlaðdeild félagsins á Reykjavíkurflugvelli kallar á að Blaðamannafélagið og önnur stéttarfélög sem hafa sambærileg ákvæði um kjör og tilnefningu trúnaðarmanna í kjarasamning‑ um sínum endurskoði verklag sitt svo tryggt sé að trúnaðarmenn njóti þeirrar verndar sem lög um stéttarfélög og vinnudeilur eiga að tryggja þeim.

Í úrskurði Félagsdóms nr 25/2021 frá 25. október 2022 eru tekin af öll tvímæli um það að ákvæði kjarasamninga varðandi kjör og tilnefningu trúnaðarmanna verkalýðsfélaga á vinnu-stöðum eru ófrávíkjanleg. Það þýðir að verkalýðsfélög verða að efna til atkvæðagreiðslu um trúnaðarmenn og tilnefna þá síðan með formlegri tilnefningu til atvinnurekanda með reglubundnum hætti til þess að þeirri njóti verndar lag‑ anna, sem einkum lúta að því að tryggja þeim vernd gegn uppsögnum vegna trúnaðarstarfa sinna.

Í kjarasamningi BÍ við SA segir um þetta efni – en ákvæðið er samhljóða ákvæðinu í kjarasamningi Eflingar og margra annarra verkalýðsfélaga – að starfsmönnum sé „heimilt að kjósa sér einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir stjórn BÍ trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af stjórn BÍ. Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.“

Trúnaðarmannakjör á öllum stærri vinnustöðum

Úrskurður Félagsdóms þýðir að fylgja verður ákvæðinu bókstaflega og efna til kosninga um trúnaðarmenn á vinnustöðum á tveggja ára fresti og að stjórn BÍ tilnefni þá með formlegum hætti að því loknu. Í framkvæmd hefur þessu verið þannig hagað hjá BÍ að yfirleitt hefur ekki farið fram kjör um trúnaðarmenn nema þegar þeir láta af störfum eða láta í ljósi ósk um að sinna ekki trúnaðarstörfum lengur, enda yfirleitt ekki mikil eftirsókn eftir því að taka sér þau verkefni sem trúnaðarmennskunni fylgja. Flestir líta á þetta sem þegnskylduvinnu í þágu samstarfsmanna og stéttarfélags. Úrskurður Félagsdóms kallar þannig á að efnt verði til kjörs trúnaðarmanna á öllum stærri vinnustöðum blaðamanna á næstu vikum og þeir tilnefndir af stjórn til næstu tveggja ára. Það þýðir svo að endurtaka þarf leikinn í upphafi árs 2025 og síðan koll af kolli nema ákvæðum kjarasamninga verði breytt að þessu leyti.

Höfundur er framkvæmdastjóri BÍ